Möguleg viðbrögð lífeyrissjóða við hækkandi lífaldri

Fræðsluerindi um nýjar lífslíkur með framtíðarspá um lækkandi dánartíðni 

Lífeyrissjóðir hafa tvö ár til að taka upp nýjar reikniaðferðir sem staðfestar voru af fjármála- og efnahagsráðuneytinu um síðustu áramót. Að þeim tíma loknum ber öllum sjóðum skylda til að reikna skuldbindingar sínar með nýrri aðferð.

Nú eru til skoðunar hjá lífeyrissjóðum með hvaða hætti þetta verður útfært en það verður mismunandi milli lífeyrissjóða.

Arnór Finnbjörnsson hjá Talnakönnun hélt áhugavert erindi þar sem hann gerði grein fyrir tveimur leiðum sem lífeyrissjóðir geta mögulega farið til þess að innleiða nýjar reiknireglur og gerði samanburð á þeim.   

Óbreyttur viðmiðunaraldur lífeyristöku eða stighækkandi 

Um er að ræða tvær mismunandi leiðir mótvægisaðgerða sem lífeyrissjóðir geta farið þar sem annarsvegar er horft á óbreyttan viðmiðunaraldur lífeyristöku og hinsvegar stighækkandi viðmiðunaraldur.

Í erindi Arnórs kom m.a. fram hvaða áhrif þessar tvær reiknireglur hafa á tryggingafræðilega stöðu hjá lífeyrissjóðum og útskýrð dæmi.  Jafnframt fjallaði hann um áhrif nýrra lífslíka á áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóða og útskýrði á greinargóðan hátt áhrif breytinganna.  

Glærur frá kynningunni