Hverjar eru konurnar sem tóku að sér að vera „andlit lífeyrissjóðanna“ í ímyndarauglýsingum sem birst hafa í sjónvarpi og eru áberandi hér á vefnum Lífeyrismál.is? Margir velta því fyrir sér og sjálfsagt er að svara spurningunni – og þótt fyrr hefði verið!
Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu - það eru stærstu tíðindin
Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu, alls 3,5%, í séreign. Sú séreign er "tilgreind" og lýtur að ýmsu leiti öðrum lögmálum en annar séreignarsparnaður er þekktur fyrir, segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Tímamót urðu í kjöri nýrrar stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða á ársfundi sem haldinn var 23. maí. Arnar Sigurmundsson frá Vestmannaeyjum lét þá af stjórnarstörfum eftir að hafa setið í stjórninni samfleytt frá stofnun samtakanna árið 1999.
Nýtt fréttabréf Landssamtaka lífeyrissjóða tekur flugið
Fréttabréfið er sent beint frá nýjum upplýsingavef Landssamtaka lífeyrissjóða - Lífeyrismál.is - til allra áskrifenda Vefflugunnar, starfsmanna lífeyrissjóða, stjórnarmanna og fjölmiðla. Hlutverk fréttabréfsins er að vekja athygli á nýju efni á Lífeyrismál.is en á vefnum er að finna ýmsan fróðleik um lífeyrismál, fréttir, greinar og viðtöl við fólk í leik og starfi. Hægt er að gerast áskrifandi á Lífeyrismál.is.