Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Lífeyrissjóðir breyta samþykktum sínum vegna heimildar TR til greiðslu hálfs ellilífeyris

Von er á reglugerð frá félags- og jafnréttismálaráðherra um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar sem á sér stoð í breyttum lögum um almannatryggingar nr. 100/2017. Þar er kveðið á um heimild til greiðslu hálfs ellilífeyris til handa þeim sem náð hafa 65 ára aldri og eiga rétt á ellilífeyri úr skyldubundnum lífeyrissjóðum.

Þessi breyting er eðlilegt tímanna tákn og fagnaðarefni sem slík. Hún er til marks um breytt viðhorf og kröfur um sveigjanlegri starfslok sem kallað er eftir í vaxandi mæli.

Heimild til að greiða hálfan lífeyri kallar ekki á breytingu á lögum um lífeyrissjóði en fyrir liggur að breyta þarf samþykktum þeirra til samræmis við væntanlega reglugerð um málið. Þá þarf að sjálfsögðu að breyta upplýsingakerfum og tilheyrandi verkferlum sjóðanna.

Lagaákvæðið tekur gildi um áramótin en ljóst er að undirbúningur lífeyrissjóðanna tekur lengri tíma. Tillögur að nauðsynlegum breytingum á samþykktum þeirra verða teknar til umræðu og afgreiðslu á aðalfundum í vor.

Ath. Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. desember 2017. Stjórnartíðindi

Nánari upplýsingar:

Þórey S. Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
símar 563 6450/899 3434