Töluverð umræða hefur orðið um lífeyrismál á Íslandi eftir að ný skipan ellilífeyris frá Tryggingastofnun tók gildi í ársbyrjun. Hér verður lýst rannsóknum og greiningu sem Landssamtök lífeyrissjóða áttu hlut að og leituðust við að svara þessum spurningum: Er íslenska lífeyriskerfið gott? Mun það ná markmiðum um nægjanlegan ellilífeyri? Hvernig kemur það út í samanburði við kerfi nágrannalanda?
Hér er byggt á nýrri samantekt sem starfshópur á vegum landssamtakanna kynnti í marsbyrjun og á skýrslu um fjölþjóðlega rannsókn á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD með styrk frá Evrópusambandinu sem kynnt var fyrir tveimur árum. Ítarlegri umfjöllun er að finna á vefnum Lífeyrismál.is.
Er lífeyriskerfið gott?
Greiningin sýnir að uppbygging lífeyriskerfisins er í góðu samræmi við ráðleggingar alþjóðlegra stofnana um þriggja stoða kerfi:
Í OECD-rannsókninni voru reiknuð út áætluð lífeyrisréttindi allra landsmanna á vinnumarkaði í lok árs 2012. Niðurstöður sýndu að íslenska lífeyriskerfið stenst með ágætum þær kröfur sem OECD gerir til lífeyriskerfa:
Rannsóknin beindist einnig að því að greina veikleika og þá einkum hvort einhverjir hópar þjóðfélagsins ættu á hættu að lenda undir viðmiðum um nægan lífeyri. Í skýrslunni eru fjögur atriði nefnd sem veikleikar:
Í skýrslunni er bent á mögulegar úrbætur, svo sem að auka sveigjanleika í lífeyristöku og iðgjaldagreiðslum til að fólk geti bætt sér upp slaka iðgjaldasögu á yngri árum, svo og að samræma lífeyriskerfi á almenna vinnumarkaðnum og hjá hinu opinbera.
Hvernig stendur kerfið í samanburði við önnur lönd?Í nýju samantektinni er íslenska lífeyriskerfið borið saman við kerfi Bretlands, Hollands, Svíþjóðar og Danmerkur. Samanburðurinn byggir að mestu á gögnum frá OECD, annars vegar um væntan lífeyri nýrra starfsmanna og hins vegar um tekjur eldri borgara í löndunum fimm. Byggt er á tölum frá árinu 2013, en nýjustu breytingar á íslenska almannatryggingakerfinu og fjárhæðum koma ekki fram í skýrslum OECD fyrr en eftir 2-3 ár.
Íslenska lífeyriskerfið kemur vel út af tveimur ástæðum:
Það bætir útkomu Íslands, að fólk er að jafnaði mun lengur virkt á vinnumarkaði en í hinum löndunum, fer seinna á lífeyri og ávinnur sér þannig meiri réttindi.