Erill vegna viðbótarframlags launagreiðenda. Málið tekið fyrir í kvöldfréttum RÚV

Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða í viðtali á RÚV mánudaginn 31. júl…
Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða í viðtali á RÚV mánudaginn 31. júlí.

Í fréttatíma RÚV mánudaginn 31. júlí var viðtal við Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformann Landssamtaka lífeyrissjóða, en í fréttatímanum var tekið fyrir viðbótarframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Mikill erill hefur verið hjá lífeyrissjóðum vegna framlagsins og það vafist fyrir fólki að nú er heimilt að ráðstafa viðbótinni að hluta eða öllu leyti í séreign.

Þess misskilnings hefur gætt að fólk væri að missa af réttindum ef það ákvæði sig ekki fyrir mánaðarmótin en eins og fram kom í máli Þórhalls Jósepssonar, upplýsingafulltrúa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna þá er fólk ekki að missa af neinu. Fólk getur hvenær sem er ráðstafað hækkuninni. Ef fólk ráðstafar henni ekki sérstaklega núna þá gengur hún í samtryggingarsjóð eins og venjulega en síðan er hægt að endurskoða það í næsta mánuði eða þarnæsta eða hvenær sem fólk vill.

Tímamótabreyting í lífeyrissjóðakerfinu 1. júlí 2017