Tilgreind séreign, óhóflegar tekjutengingar og fleira yfir morgunsopanum

Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða í viðtali á Morgunvakt Rásar 1. Mynd: RÚV
Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða í viðtali á Morgunvakt Rásar 1. Mynd: RÚV
Eins og fram hefur komið þá hækkar iðgjald atvinnurekenda í lífeyrissjóði fólks á almennum vinnumarkaði 1. júlí næstkomandi í samræmi við ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA og geta sjóðsfélagar látið viðbótina renna í tilgreinda séreign. Að ári verða heildariðgjöldin komin í 15,5% og þar af verða 3,5% viðbótin til ráðstöfunar í séreignarsjóð hvers og eins.
 
Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, ræddi þessar breytingar og hvað þær þýða fyrir sjóðsfélaga á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þorbjörn ræddi enn fremur grundvöll samtryggingarkerfisins og samspilið með almannatryggingakerfinu. Hann sagði það blasa við að fólk er sáraóánægt með skerðingarákvæði í almannatryggingakerfinu og að ekkert fordæmi sé fyrir sambærilegum tekjutengingum í nágrannalöndum okkar. 
 
Sjá ítarlegri umfjöllun um tilgreinda séreign og yfirvofandi breytingar (Lífeyrismál.is)