Fréttasafn

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem Landssamtök lífeyrissjóða eru aðilar að, stóð nýverið fyrir "Fjármálaleikunum" þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum er tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk.
readMoreNews

Félagsmálaskóli alþýðu - Samfélagslega ábyrgar fjárfestingar

Námskeið Félagsmálaskólans um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar með Láru Jóhannsdóttur, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptadeild HÍ, verður endurtekið 19. mars nk. vegna fjölda áskorana. Skráning á heimasíðu Félagsmálaskólans fyrir 12. mars.
readMoreNews

Það er hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða að standa vörð um réttindi sjóðfélaga

segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL í viðtali við Fréttablaðið nýverið. Þórey bendir í viðtalinu á mikilvægi fræðslu því of algengt sé að fólk þekki ekki réttindi sín í lífeyrissjóðunum.
readMoreNews

Eðlilegt að stuðla að meiri atvinnuþátttöku eldri borgara

„Sterk rök eru fyrir því að hvetja til meiri atvinnuþátttöku eldri borgara í ljósi stöðunnar í samfélaginu," segir dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur í viðtali við Lífeyrismál.is.
readMoreNews

PensionsEurope heldur sína árlegu ráðstefnu í Brussel í júní

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er "Future of Work and Pensions". Ráðstefnan er haldin dagana 6 og 7 júní.
readMoreNews

Fullt hús á fundi Samtaka um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi

Samtökin sem kalla sig IcelandSIF voru stofnuð í nóvember sl. og héldu nýverið sinn fyrsta opinbera fund.
readMoreNews

Námskeið Félagsmálaskóla alþýðu um áhættustjórnun lífeyrissjóða. Skráningu lýkur á hádegi 20. febrúar

Á námskeiðinu verður efni nýrrar reglugerðar um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða, sem tók gildi vorið 2017, kynnt. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 26. febrúar kl. 9. - 12. Skráning á vef Félagsmálaskólans.
readMoreNews

Lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn

Minnum á kynningu sérfræðinga Tryggingastofnunar í erlendum málum á Grandhóteli fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12:00 - 13:00. Farið verður yfir lífeyrisréttindi á milli landa með áherslu á EES-samninginn. Fundurinn er ætlaður starfsfólki og stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Skráning á Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Fjármálalæsi í PISA könnun 2021

LL eru aðilar að Fjármálaviti og starfsfólk sjóðanna er iðið við að heimsækja krakka í skólum landsins, fræða þau um fjármál og kveikja í þeim varðandi lífeyrismál. Það að fjármálalæsi íslenskra nemenda verði metið í PISA-könnuninni árið 2021 er því sérstakt fagnaðarefni.
readMoreNews

Fjármálalæsi íslenskra nemenda metið í PISA árið 2021

Áskorun samtaka og stofnana sem koma að fjármálafræðslu ungmenna ber árangur.
readMoreNews