Hús tekið á reynslubolta í Gildi
„Kannski stuðlum við að því að fleiri sameiningarmál lífeyrissjóða komist á hreyfingu í framhaldinu. Það væri eðlilegt að sjóðunum fækki enn frekar og ég get alveg séð fyrir mér að þeir verði á endanum einungis fjórir eða fimm á almennum markaði og svo sjóðir fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga að auki. Hugmyndir um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn eru hins vegar að mínu mati rangar og verða vonandi aldrei ræddar í alvöru. Það er heilbrigt að hafa samkeppni í lífeyriskerfinu eins og annars staðar. Sjóðirnir eru ólíkir á ýmsan hátt og eiga að vera það.“
20.10.2014