Raunávöxtun samtryggingarsjóða á Lífeyrismál.is

Raunávöxtun samtryggingarsjóða á Lífeyrismál.is

Raunávöxtun samtryggingarsjóða er nú birt hér á vefnum

Upplýsingar um raunávöxtun samtryggingardeilda lífeyrissjóða eru nú birtar hér á vefnum Lifeyrismal.is. Þær eru birtar með svipuðum hætti og ávöxtunartölur séreignarleiða sem hafin var birting á í fyrra. Birt er meðalávöxtun 5 og 10 ára, reiknuð út miðað við árslok 2018.

Efst á hverri síðu á Lifeyrismal.is er valkosturinn Ávöxtun. Þegar smellt er á hann opnast síða sem veitir val milli samtryggingar og séreignar.

Auk upplýsinga um ávöxtun samtryggingarsjóðanna eru einnig birtar upplýsingar um eignaskiptingu, uppgjörsaðferðir og aðildarreglur.

Vegna mismunandi uppgjörsaðferða eru ávöxtunartölur samtryggingarsjóða ekki að fullu samanburðarhæfar. Unnt er að fræðast nánar um uppgjörsaðferðirnar með því að smella á i-merki í dálknum Upplýsingar.

Tölur um ávöxtun séreignarleiða hafa verið uppfærðar, miðað við árslok 2018. Að öðru leyti er framsetning á séreignarsíðunni óbreytt frá í fyrra.

Tengill á ávöxtun séreignar og samtryggingar