Lífeyrisgreiðslulíkan - unnið af Talnakönnun hf. fyrir Landssamtök lífeyrissjóða

Lífeyrisgreiðslulíkan - unnið af Talnakönnun hf. fyrir Landssamtök lífeyrissjóða

 Haustið 2016 fólu Landssamtök lífeyrissjóða Talnakönnun hf. að útbúa líkan sem sýnir lífeyrisréttindi, áunnin og framreiknuð, eftir árgöngum á íslenskum vinnumarkaði þegar núverandi iðgjaldagreiðendur hefja töku ellilífeyris. 

Líkanið sýnir hvernig ýmsar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu og innvinnslu lífeyrisréttinda landsmanna munu hafa áhrif á upphæð lífeyrisgreiðslna við töku ellilífeyris þessara árganga í framtíðinni. 

Markmið líkansins er meðal annars að sjá hver áhrif þessara breytinga yrðu á ellilífeyrisgreiðslur landsmanna, annars vegar frá lífeyrissjóðum og hins vegar almannatryggingum.

Líkaninu er ætlað að veita upplýsingar um nægjanleika lífeyrissparnaðar við mismunandi forsendur og á að geta nýst við ákvarðanatöku í framtíðinni.

 

Líkanið í excel

Skýrsla Talnakönnunar hf. á pdf