Áleitnar spurningar um örorku, vinnumarkaðinn og lífeyrissjóði

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag eftir Ástu Ásgeirsdóttur hagfræðing hjá Landssamtökum lífeyrissjóða kemur m.a. fram að um fjórðungur örorkulífeyris hér á landi sé greiddur úr samtryggingarkerfum lífeyrissjóða og að á móti greiði almannatryggingar um þrjá fjórðu hluta lífeyris vegna örorku.

Örorkutíðni vaxið stöðugt frá aldamótum  

Fram kemur að örorka hafi vaxið næsta stöðugt frá aldamótum og að nú sé hlutfall öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega um 10% fólks á vinnualdri (18-66 ára).

Þá kemur fram að tryggingafræðileg áhætta vegna örorku sé mjög misjöfn milli lífeyrissjóða.  Hjá sumum sjóðum eru allt að 30% lífeyrisgreiðslna vegna örorkulífeyris en hjá öðrum er hlutfallið mun lægra. 

Kanna þarf hvað veldur aukinni örorku 

Það blasir við að kanna þurfi hvað veldur aukinni örorku og meta hvaða aðgerða er hægt að grípa til svo hægt sé að sporna við þeirri þróun.

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt