Skarpur heili, betra líf. Eitt til tvö glös af rauðvíni með kvöldmatnum er hið besta mál

Skarpur heili, betra líf. Eitt til tvö glös af rauðvíni með kvöldmatnum er hið besta mál
 • Verum í góðu líkamlegur formi. Það örvar heilastarfsemi og eykur vellíðan.
 • Þjálfum og styrkjum hæfileika og færni sem við viljum halda vel við.
 • Varðveitum barnslega forvitni gagnvart umhverfinu.
 • Brjótumst úr viðjum vanans!
  Hjólum og hlaupum ekki alltaf sömu leið heldur helst nýja og nýja í hvert sinn.
  Kynnumst fleirum, helst þeim sem hafa aðrar skoðanir eða viðhorf eða hafa uppruna og menningarlegan bakgrunn ólíkan okkur.
 • Hlustum líka á aðra tónlist en þá sem við höldum upp á. Spilum og syngjum, til dæmis í kór.
 • Vinnum með tungumál: lesum, skrifum, ræðum saman. Lærum jafnvel ný tungumál, það reynir á heilafrumurnar!
 • Leysum krossgátur og suduko, spilum bridds.
 • Notum tölvuna á ýmsa vegu: skrifum tölvupóst, leitumupplýsinga með gúggli og förum í tölvuleiki.
 • Spáum í sögu þjóðar og mannkyns, samhengi samtíðar og fortíðar, tengjum við eigin ævisögu og upplifun.
 • Skrifum minningarbort, rifjum upp það sem á daga okkar hefur drifið og punktum hjá okkur.
 • Verum jákvæð, bjartsýn og glaðlynd.
 • Borðum fjölbreyttan mat og munum eftir D-vítamíninu að vetrarlagi.
 • Eitt til tvö glös af rauðvíni með kvöldmatnum er hið besta mál. Látum sterka drykki hins vegar eiga sig.