Viðtöl og greinar

Reynslubolti með 36 ár að baki lítur yfir sviðið

Ég get ekki séð að lífeyrissjóðakerfi landsmanna verði bitbein í kjarasamningum og því síður að draga eigi lífeyrissjóði beinlínis inn í baráttu um kaup og kjör. Heildarsamtök atvinnurekenda og launafólks bera sameiginlega ábyrgð á lífeyrissjóðakerfinu, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, m.a. í áhugaverðu viðtali við Lífeyrismál.is.
readMoreNews

Mannfræðingur með mörg járn í eldinum

23 ára stóð hún frammi fyrir því að taka við rekstri með rúmlega 40 manns á launaskrá. Í dag er hún formaður stórna Landssamtaka lífeyrissjóða og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna auk þess að vera formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri hjá Kjörís og er þá ekki allt upp talið.
readMoreNews

Leiðin frá Lífeyrissjóði Sameinuðu þjóðanna til Festu

"Festa er sá sjóður sem hefur notið hvað mestra áhrifa af uppgangi í ferðaþjónustu meðal lífeyrissjóða landsins."
readMoreNews

Stjórnarhættir lífeyrissjóða ættu að vera öðrum til fyrirmyndar

Dr. Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum, segir að lífeyrissjóðir eigi að taka af skarið og vera fyrirmyndir um góða stjórnarhætti, enda áhrifamiklir og öflugir fjárfestar.
readMoreNews

Í forystusveit lífeyrissjóðakerfisins í 30 ár og eina konan þar um árabil

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara í áhugaverðu viðtali við Lífeyrismál.is.
readMoreNews
Þorbjörn í góðra manna hópi að ársfundi Birtu lífeyrissjóðs loknum. Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og núverandi ráðgjafi Samtaka atvinnulífsins í lífeyrismálum, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorbjörn Guðmundsson.

Þorbjörn hættir á toppnum

„Við verðum vissulega að þróa lífeyriskerfið áfram og laga það að breyttum tímum. Farsælast er að það sé gert hægt og bítandi en ekki með því að ráðast að sjálfum undirstöðum þess. Ég hvet nýja kynslóð verkalýðsforingja, og aðra sem gagnrýna lífeyrissjóðakerfið til að velja uppbyggilegar leiðir til að ná fram breytingum. Launafólk og leiðtogar þess þurfa að ákveða í sameiningu hverju skuli breyta áður en lagt er til atlögu og traust okkar mikilvæga lífeyriskerfis í heild sinni er lagt að veði.“
readMoreNews

Söfnunarsjóðurinn „lokar kerfinu“ og fyllir í eyður þess

„Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er að mörgu leyti venjulegur lífeyrissjóður og starfar sem slíkur en hefur líka vissa sérstöðu. Hann varð upphaflega til í fjármálaráðuneytinu vegna þess að lífeyrissjóð vantaði fyrir starfshópa sem höfðu ekki sjálfsagða aðild að neinum sjóði og "pössuðu ekki í kerfið". Sjóðurinn fékk því það hlutverk að „loka lífeyriskerfinu“ og fylla í eyður þess. Það er öðrum þræði hlutverk hans enn þann dag í dag.“
readMoreNews

Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

„Íslendingar sem búið hafa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins kunna að eiga þar lífeyrisréttindi án þess að vita af því sjálfir. Hafi þeir samband við Tryggingastofnun sendum við umsókn út og síðan kemur í ljós hvort réttindi eru til staðar eða ekki,“ segir Anna Elísabet Sæmundsdóttir, deildarstjóri erlendra mála hjá Tryggingastofnun.
readMoreNews

Eðlilegt að stuðla að meiri atvinnuþátttöku eldri borgara

„Sterk rök eru fyrir því að hvetja til meiri atvinnuþátttöku eldri borgara í ljósi stöðunnar í samfélaginu," segir dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur í viðtali við Lífeyrismál.is.
readMoreNews

„Áhyggjulaust ævikvöld“ er markmið en ekki draumsýn

Viðtal Lífeyrismála við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs um Alþjóðabankann og lífeyrissjóðakerfið. Ólafur verður einn frummælenda á málþingi Landssamtaka lífeyrissjóða á Reykjavík Natura 1. febrúar nk.
readMoreNews