Viðtöl og greinar

Ásgeir Jónsson hagfræðingur t.v. og Hersir Sigurgeirsson fjármálafræðingur, höfundar bókarinnar Áhættudreifing eða einangrun? – Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga.

Höftin eru ástæða þess að framleiðni hefur ekki aukist á Íslandi eftir hrun

„Meginskilaboð okkar eru þau að Íslendingar eigi að líta á erlenda fjárfestingu lífeyrissjóða sem áhættudreifingu fremur en áhættu líkt og andi lífeyrissjóðslaganna ber raunar með sér. Hið sama á við erlendar fjárfestingar hérlendis ef þær eru undir réttum formerkjum, það er að fjárfestar leggi fram eigið fé til íslenskra fyrirtækja með langtímahagsmuni í öndvegi. Með erlendum eignum, og með því að selja útlendingum hlut í íslensku atvinnulífi, eru landsmenn að ná fram áhættudreifingu.
readMoreNews

Hús tekið á reynslubolta í Gildi

„Kannski stuðlum við að því að fleiri sameiningarmál lífeyrissjóða komist á hreyfingu í framhaldinu. Það væri eðlilegt að sjóðunum fækki enn frekar og ég get alveg séð fyrir mér að þeir verði á endanum einungis fjórir eða fimm á almennum markaði og svo sjóðir fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga að auki. Hugmyndir um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn eru hins vegar að mínu mati rangar og verða vonandi aldrei ræddar í alvöru. Það er heilbrigt að hafa samkeppni í lífeyriskerfinu eins og annars staðar. Sjóðirnir eru ólíkir á ýmsan hátt og eiga að vera það.“
readMoreNews
Gunnar Baldvinsson á blaðamannafundi forystu Landssamtaka lífeyrissjóða í febrúar 2015.

Þrír komma fimm er talan!

Talan 3,5 er vissulega hvorki heilög né töfrum hlaðin en hún kemur mjög við sögu í tengslum við lífeyrissjóði og eftirlaunasparnað á Íslandi: - Miðað er við 3,5% raunvexti þegar lífeyrissjóðir reikna út réttindi sjóðfélaga. - 3,5% ávöxtunarviðmið er notað til að reikna út verðmæti eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða svo unnt sé að meta hvort þeir standi við lífeyrisskuldbindingar sínar.
readMoreNews
Starfsmenn Greiðslustofu lífeyrissjóða í október 2014: Matthildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri, Jóhanna Ólafsdóttir og Sara Jóna Stefánsdóttir

41 þúsund lífeyrisþegar 2,4 milljarðar króna 3 starfsmenn

Lítið fer fyrir Greiðslustofu lífeyrissjóðanna hvernig svo sem á er litið. Í húsakynnum hennar er ekki sérlega vítt til veggja og þar eru bara þrír starfsmenn. Þarna slær samt hjarta þriðjungs lífeyrissjóðakerfisins. Fjórir tugir þúsunda manna fá mánaðarlega yfir tvo milljarða króna frá Greiðslustofunni fyrir hönd ellefu lífeyrissjóða, um 35% alls lífeyris sem greiddur er úr íslenskum lífeyrissjóðum hverju sinni.
readMoreNews