Þrír komma fimm er talan!
Talan 3,5 er vissulega hvorki heilög né töfrum hlaðin en hún kemur mjög við sögu í tengslum við lífeyrissjóði og eftirlaunasparnað á Íslandi:
- Miðað er við 3,5% raunvexti þegar lífeyrissjóðir reikna út réttindi sjóðfélaga.
- 3,5% ávöxtunarviðmið er notað til að reikna út verðmæti eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða svo unnt sé að meta hvort þeir standi við lífeyrisskuldbindingar sínar.
15.10.2014
Viðtöl og greinar