70 ára lífeyristökualdur 2041?

Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur og framkvæmdastjóri Talnakönnunar, telur líklegt að lífeyristökualdur hækki um tvo mánuði á ári og síðan um einn mánuð á ári, líkt og réttindanefnd Landssamtaka lífeyrissjóða leggur til sem möguleika. Lífeyristökualdur verði þannig kominn í 70 ár 2041. Vitnað er í ummæli hans í nýrri Vefflugu, vefriti Landssamtaka lífeyrissjóða.

Í Vefflugunni eru líka greint frá áhugaverðum breytingum á réttindaávinnslukerfi Stapa lífeyrissjóðs, sem taka gildi núna um áramótin.

Vefflugan greinir frá því að alls fimm lífeyrissjóðir bjóði nú sjóðfélögum sínum óverðtryggð lán. Lífeyrissjóður bænda var fyrstur með óverðtryggðu lánin, árið 2011, þá kom Almenni lífeyrissjóðurinn og þar á eftir Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður verslunarmanna og nú síðast Stafir lífeyrissjóður.

Vefflugan segir frá nýrri bók Gunnar Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, fyrsta heildstæða ritinu um fjármál ungs fólks sem kemur út hérlendis. Höfundur skrifar „til höfuðs hugsunarhættinum „þetta reddast!““