LL hafa ráðið Andrés Þorleifsson í stöðu lögfræðings hjá samtökunum.
Undanfarin tíu ár hefur Andrés starfað sem lögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu, en þar á undan starfaði hann hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og embætti sérstaks saksóknara.
Andrés lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og LL.M. námi frá Albert-Ludwigs-Universität Freiburg árið 2011. Hann hefur lögmannsréttindi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Andrés hóf störf hjá Landssamtökunum um áramótin.