Áætluð raunávöxtun lífeyrissjóða 8,1% á árinu 2015

Ætla má að raunávöxtun lífeyrissjóðanna hafi að jafnaði verið 8,1% á árinu 2015. Nokkrir lífeyrissjóðir vinna enn að ársuppgjörum sínum og því liggja endanlegar ávöxtunartölur ekki fyrir. Ljóst er engu að síður að þeir skiluðu í heild afar góðri afkomu. Helstu skýringar á góðri ávöxtun á árinu 2015 má rekja til ávöxtunar á innlendum hlutabréfum en vísitala innlendra hlutabréfa hækkaði um 47% á árinu (OMX8GI). Þá var ávöxtun innlendra hlutabréfa stöðug og góð á árinu. Á móti kom að ávöxtun erlendra hlutabréfa var ekki eins góð á árinu 2015 og hún var síðustu 3 ár þar á undan.

 

Raunávöxtun

Línuritið sýnir raunávöxtun lífeyrissjóðanna 1993-2015

Raunávöxtun sjóðanna undanfarin fimm ár var 6,2% á ári að jafnaði (2011-2015) og 1,8% á ári undanfarin 10 ár (2006-2015).
Heildareignir lífeyrissjóða í lok árs 2015 voru alls um 3.269 milljarðar króna, þar af 2.543 í innlendum verðbréfum og 726 milljarðar í erlendum verðbréfum.