Áherslur Gildis síast inn í regluverk fyrirtækja

Áherslur Gildis síast inn í regluverk fyrirtækja

Áherslur Gildis síast inn í regluverk fyrirtækja

Gildi-lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 og Eimskipafélagsins á aðalfundum félaganna fyrr á árinu 2018 og beitti síðan „talsverðu afli“ á vettvangi N1 til að knýja fram breytingar sem sjóðurinn taldi nauðsynlegar.

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir í opnuviðtali í Morgunblaðinu 1. nóvember 2018 að athugasemdir við starfskjarastefnu fyrirtækjanna hafi aðallega varðað uppbyggingu hvatakerfa og bónusgreiðslur til stjórnenda. Áherslur Gildis séu farnar að síast inn í regluverk félaganna sem sjóðurinn eigi hlut í en samt kemur fyrir að Gildi verði að láta í sér heyra.

Árni nefnir VÍS:

„Nýjustu atburðir þar hafa hins vegar staðfest grun okkar um að stjórnarhættir í því félagi eru ekki með því móti sem okkur líkar.“

Árni nefnir líka HB Granda, eina sjávarútvegsfyrirtækið á markaði. Gildi á hlut í félaginu og hefur engin áform um að fara úr eigendahópnum.

„Guðmundur Kristjánsson er mjög öflugur rekstrarmaður en við erum ekki alltaf alveg sáttir við stjórnarhættina í fyrirtækinu, það verður að segjast eins og er. Hann er kominn inn í nýtt umhverfi og stýrir nú skráðu félagi sem er allt annað en að stýra eigin rekstri einvörðungu.“

Morgunblaðsviðtalið við Árna Guðmundsson