Almenni og Frjálsi fá alþjóðlega viðurkenningu

Það er gaman að segja frá því að Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn fengu viðurkenningu fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE). Almenni lífeyrissjóðurinn var útnefndur sem besti lífeyrissjóður Evrópu, í löndum með færri en eina milljón íbúa. Jafnframt var hann einn fjögurra sjóða sem var tilnefndur fyrir bestu samsetningu lífeyrisréttinda í Evrópu og einn af sex sjóðum í Evrópu sem best þjónustar marga launagreiðendur og starfsgreinar. Í umsögn dómnefndar IPE segir að sjóðurinn skari langt framúr flestum í ráðgjöf og upplýsingamiðlun auk þess að notkun upplýsingatækni sjóðsins sé til fyrirmyndar.

Tímaritið valdi Frjálsa lífeyrissjóðinn sem besta lífeyrissjóð Evrópu í sínum stærðarflokki. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að samhliða öflugri áhættustýringu hafi Frjálsi lífeyrissjóðurinn sýnt framsýni í fjárfestingarákvörðunum sem hefur skilað sér í góðri ávöxtun og ánægðum sjóðfélögum.

Sjá nánar fréttir á vefsíðum Almenna lífeyrissjóðsins og Frjálsa lífeyrissjóðsins.