Farið yfir stöðu ÍL sjóðs á fjölmennum fundi meðal lífeyrissjóða

Í dag var haldinn fjölmennur fundur meðal lífeyrissjóða þar sem farið var yfir stöðu IL-sjóðs en málið varðar verulega hagsmuni sjóðfélaga. Upphaf þessa máls má rekja til yfirlýsingar frá fjármála- og efnahagsráðherra um að ríkið ætli að grípa til aðgerða vegna stöðu sjóðsins og að þrír kostir væru fyrir hendi.

  • Í fyrsta lagi að halda áfram að leggja ÍL-sjóði til fjármuni, sem ráðherra telur ekki vera kost í stöðunni.
  • Í öðru lagi að knýja sjóðinn í gjaldþrot með sérstakri lagasetningu, til að losna undan ríkisábyrgð.
  • Í þriðja lagi að ná samkomulagi um uppgjör við skuldabréfaeigendur, sem að stærstum hluta eru lífeyrissjóðir.

Send var út fréttatilkynning frá sjóðunum í dag, sjá hér