Gjaldmiðlaáhætta lífeyrissjóða, morgunverðarfundur 26. apríl

Morgunverðarfundur um gjaldmiðlaáhættu lífeyrissjóða

Þann 26. apríl standa Landssamtök lífeyrissjóða fyrir morgunverðarfundi á Grand hóteli um takmarkanir á gjaldmiðlaáhættu lífeyrissjóða. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri kynnir skýrslu sem hann vann fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um málefnið og í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða ræða fyrirhugaðar lagabreytingar og þýðingu þeirra fyrir lífeyrissjóðina.

Pallborðsumræðum verður stýrt af Þórði Snæ Júlíussyni blaðamanni og þátttakendur verða Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor við HÍ, Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR og Ólafur Sigurðsson, formaður nefndar um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða og framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. 

Fundurinn hefst kl. 9 en boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:30. 

Slóð á fundinn - streymi