Helgi Pétursson ræðir lífskjör og lífsgæði aldraðra í þættinum Okkar fólk á Hringbraut

Helgi Pétursson ræðir lífskjör og lífsgæði aldraðra í þættinum Okkar fólk á Hringbraut

Þeir Guðmundur Gunnarsson og Vilhelm Wessman áttu líflegar samræður um lífskjör og lífsgæði aldraðra við Helga Pétursson í þættinum Okkar fólk á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 16. ágúst sl.

Fram kom meðal annars að skerðingar á eftirlaunum frá Tryggingastofnun eru orðnar svo miklar að greiðslum sé í raun velt yfir á eftirlaunasjóðakerfið sem er eign sjóðsfélaga en ekki ríkisins. Skýr krafa eftirlaunafólks sé að það fái 300 þúsund króna lágmarkseftirlaun frá Tryggingastofnun, enda hafi fólk greitt sína skatta þangað áratugum saman auk söfnunar í eftirlaunasjóði sem séu eign launamanna.