Hringbraut og hækkandi lífaldur

Sjónvarpsstöðin Hringbraut stóð nýverið, í samstarfi við LL, að gerð tveggja sjónvarpsþátta þar sem hærri eftirlaunaaldur var í aðalhlutverki. Í fyrri þættinum sem kallast Lífaldur og sýndur var 6. maí sl, ræðir Helgi Pétursson við Dr. Hennig Kirk sem kom hingað til lands í apríl sl. til að tala á málþingi lífeyrissjóðanna og aðila vinnumarkaðarins. Málþingið fjallaði um þær áskoranir sem vinnumarkaðurinn stendur frammi fyrir vegna hækkandi lífaldurs. Í þættinum er einnig rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, Stefán Ólafsson, prófessor, sem flutti framsögu á þinginu og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formann BHM. Hægt er að nálgast þáttinn á heimasíðu Hringbrautar en tengillinn er einnig aðgengilegur hér.

Síðari þátturinn ber heitið Hækkun eftirlaunaaldurs og var sýndur 13. maí sl. Þar ræðir Helgi við Jakobínu Hólmfríði Árnadóttur, frá Gallup sem flutti framsögu á þinginu, Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Þórey S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra LL og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Við viljum enn fremur vekja athygli á þætti sem sýndur var á Hringbraut 8. apríl sl.-  Er gott lífeyriskerfi á Íslandi. Þar ræðir Helgi Pétursson við Stefán Halldórsson um lífeyriskerfið á Íslandi, kosti þess og galla. 

helgi p