Sameining Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands við Frjálsa lífeyrissjóðinn samþykkt

Á sjóðfélagafundi Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) sem haldinn var 13. nóvember sl. var samþykkt einróma sameining sjóðsins við Frjálsa lífeyrissjóðinn. Sameiningin miðast við næstu áramót og mun Frjálsi þá taka yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfleögum LTFÍ að því gefnu að fjármálaráðuneytið staðfesti samþykktir.

Stjórnir beggja sjóða telja sameininguna styrkja rekstrargrundvöll sjóðanna og vera sjóðfélögum til hagsbóta.

Landssamtök lífeyrissjóða óska sjóðfélögum farsældar.