Landssamtök lífeyrissjóða leita að öflugum og reynslumiklum lögfræðingi. Starfið felur í sér ábyrgð á lögfræðilegum málefnum samtakanna og heyrir undir framkvæmdastjóra.
Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt hlutverk fyrir aðila með sterka yfirsýn og fagmennsku að leiðarljósi, sem getur tryggt trausta umgjörð um lagaleg verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfu
Landssamtök lífeyrissjóða eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Helsta hlutverk samtakanna er að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og vera málsvari gagnvart stjórnvöldum og öðrum í öllu sem varðað getur sameiginlega hagsmuni aðildarsjóðanna.
Með umsókn er óskað eftir ferilskrá og kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna starfinu.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is