Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Málstofa: Ellilífeyriskerfi Belgíu í Lögbergi - 101

Háskóli Íslands, Landssamband eldri borgara og Landssamtök lífeyrissjóða standa að málstofu í Lögbergi um ellilífeyriskerfi Belgíu föstudaginn 24. nóvember kl. 13:30 - 15:00. Dr. Hans Peeters, sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Belgian Federal Planning og Jay Schols flytja erindi. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá LL flytur erindi um íslenska lífeyriskerfið og lærdóm af erindum Belganna. Málstofustjóri er Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Allir velkomnir.