Samantekt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða

Samantekt yfir stöðu íslenskra lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt samantekt yfir stöðu íslenkra lífeyrissjóða fyrir árið 2015. Þar kemur m. a. fram að lífeyriskerfið hafi haldið áfram að stækka og sé öflugt.

Eignir alls lífeyriskerfisins námu 3.454 m. kr. við árslok 2015 eða 157% af vergri landsframleiðslu. Þar af voru eignir samtryggingadeilda 2.955 m. kr. og séreignardeilda í vörslu lífeyrissjóða 321 m. kr. Séreignasparnaður í vörslu annarra en lífeyrissjóða nam 178 m.kr.

Á árinu 2015 voru starfandi 26 lífeyrissjóðir í 76 deildum samtryggingar og séreignar. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, LSR og Gildi lífeyrissjóður. Samanlögð hrein eign þeirra er um helmingur af eignum lífeyrissjóðakerfisins.

Hrein raunávöxtun samtryggingadeilda lífeyrissjóðanna var 8,0% árið 2015 en 7,8% hjá séreignadeildum þeirra.

Heildar tryggingafræðileg staða sjóða sem ekki njóta ábyrgðar launagreiðenda heldur áfram að batna og er að jafnaði jákvæð sem nemur 3% sem má m.a. rekja til hárrar raunávöxtunar. Sjóðir með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga voru með heildarhalla um 38% í árslok 2015. Hallinn hefur byggst upp á löngum tíma og má rekja til þess að þeir eru aðeins að hluta byggðir upp með sjóðsöfnun. Slíkir sjóðir með ábyrgð launagreiðenda eru lokaðir þar sem nýjir starfsmenn greiða í sjóði sem byggja á sjóðsöfnun.

Samantekt FME á ársreikningum lífeyrissjóða má nálgast á vef eftirlitsins. Sjá.