SL lífeyrissjóður - nýtt starfsheiti Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda

SL lífeyrissjóður - nýtt starfsheiti Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda

SL lífeyrissjóður

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hefur tekið upp starfsheitið SL lífeyrissjóður.  Kennitala sjóðsins er óbreytt sem og heimilisfang, símanúmer og tölvupóstföng. 

Vefsíða SL lífeyrissjóðs er áfram www.sl.is en einnig er hægt að nota www.sllifeyrissjodur.is

SL lífeyrissjóður er níundi stærsti lífeyrissjóður landsins og eru eignir sjóðsins um 163 milljarðar króna.  SL lífeyrissjóður hefur aldrei skert réttindi í sinni 44 ára sögu en sjóðurinn var stofnaður 26. september 1974.