Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Starfshópur Fjármála- og efnahagsráðherra um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Starfshópur um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna

Fjár­mála-  og efna­hags­ráðherra hef­ur skipað hóp sem falið er að vinna stutta skýrslu um er­lend­ar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna. Hóp­ur­inn er skipaður í sam­ráði við LL.

Verk­efni hóps­ins er að kort­leggja ár­lega fjár­fest­inga­getu líf­eyr­is­sjóðanna, setja fram æski­leg mark­mið um er­lend­ar eign­ir þeirra sem og áætl­un um hversu hratt líf­eyr­is­sjóðirn­ir gætu náð slík­um mark­miðum. Jafn­framt skal hóp­ur­inn meta hvort æski­legt sé að breyta nú­ver­andi lög­gjöf um er­lend­ar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóða, einkum með til­liti til þaks eða gólfs á er­lendri eign þeirra.

Stefnt er að því að hóp­ur­inn ljúki störf­um á um tveim­ur vik­um.

Eft­ir­far­andi sitja í hópn­um: 

  • Gylfi Magnús­son, dós­ent við HÍ, formaður
  • Hers­ir Sig­ur­geirs­son, dós­ent við HÍ
  • Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka li­f­eyr­is­sjóða
  • Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Birtu líf­eyr­is­sjóðs
  • Fjóla Agn­ars­dótt­ir, hag­fræðing­ur í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?