Starfsmannabreytingar

Sólveig Hjaltadóttir
Sólveig Hjaltadóttir

Hjá LL hafa orðið starfsmannabreytingar. Rakel Fleckenstein Björnsdóttir sem verið hefur verkefnastjóri frá árinu 2016 hefur látið af störfum. Eru henni færðar bestu þakkir fyrir störf sín fyrir LL og óskað velfarnaðar.
Sólveig Hjaltadóttir hefur í stað Rakelar verið ráðin verkefnastjóri og nú þegar hafið störf. Sólveig er viðskiptafræðingur cand oecon að mennt og með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Undanfarin tólf ár hefur Sólveig starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR) sem framkvæmdastjóri á réttinda- og samskiptasviði. LL bjóða Sólveigu velkomna til starfa og vænta þess að menntun hennar og fjölbreytt reynsla úr fyrri störfum muni gagnast LL vel.