Þarft innlegg í umræðu um stöðu lífeyrissjóða

Þarft innlegg í umræðu um stöðu lífeyrissjóða

Yfirlýsing frá stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða

Í lok síðustu viku birti forsætisráðuneytið skýrslu um umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi, en hún var unnin af starfshópi sem forsætisráðherra skipaði um mitt síðasta ár.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða lýsir ánægju með þá samantekt sem nú liggur fyrir, en hún er þarft innlegg í umræðu um stöðu íslenskra lífeyrissjóða. Í skýrslunni er að finna nokkrar tillögur að úrbótum sem samrýmast stefnu lífeyrissjóðanna um bætt vinnubrögð, aukið gegnsæi og góða stjórnarhætti. Segja má að skýrsluhöfundar taki í þeim efnum undir áherslur og breytingar sem unnið hefur verið að innan lífeyrissjóða landsins síðustu misseri.

Því verkefni að bæta lífeyrissjóðakerfið og þá þjónustu sem það veitir lýkur aldrei. Skýrsla sem þessi er gagnleg í þeirri vinnu og verður hún tekin til umræðu á vettvangi lífeyrissjóða.

Skýrslan er aðgengileg hér

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?