Reiknilíkan Talnakönnunar sýnir 26 ára mun á lífeyrisréttindum kynjanna

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Mynd: ruv.is
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Mynd: ruv.is
Viðtalið birtist á ruv.is miðvikudaginn 10. maí 2017.
 
Búast má við því að konur verði 26 árum lengur en karlar að safna nægjanlegum lífeyri til þess að þær þurfi ekki að reiða sig á greiðslur frá almannatryggingum við starfslok. Þetta má lesa út úr reiknilíkani sem Talnakönnun gerði fyrir Landssamtök lífeyrissjóða. 
 

Reiknilíkanið sýnir lífeyrisréttindi, áunnin og framreiknuð, eftir árgöngum á íslenskum vinnumarkaði og gefur vísbendingar um greiðslur frá lífeyrissjóðum annars vegar og almannatryggingum hins vegar. 

Samkvæmt líkaninu verða karlar fæddir árið 1958 fyrsti hópurinn sem ekki þarf að reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun við starfslok. Fyrstu konurnar sem hafa safnað nægilega miklu yfir ævina til þess að framfleyta sér án lífeyris frá almannatryggingum eru hins vegar fæddar árið 1984.  

Tenging á viðtalið

Tenging á líkan Talnakönnunar 

Skipting ellilífeyrisréttinda - spurt og svarað