Aukaaðalfundur LL 2018

Aukaaðalfundur LL 2018

Aukaaðalfundur LL 2018

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar LL, setti fundinn. Til hans var boðað vegna þess að Harpa Ólafsdóttir, stjórnarmaður, hefur skipt um starfsvettvang og óskað eftir að víkja sæti. Samþykkt var einróma að Þórey S. Þórðardóttir stýrði fundinum og að Rakel Fleckenstein Björnsdóttir væri ritari. Til fundarins var boðað réttilega og löglega.

Eitt mál var á dagskrá fundarins. Kosning nýs stjórnarmanns í stað Hörpu Ólafsdóttur. Fyrir lá einróma tillaga uppstillingarnefndar LL um að Ingibjörg Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Gildi-lífeyrissjóði, taki sæti Hörpu og var það samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir.