Breytingar á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna tóku gildi 1. júní

Breytingar á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna tóku gildi 1. júní
Réttindi opinberra starfsmanna í A-deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins breytast úr jöfnum í aldurstengd og lífeyrisaldur verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár frá og með deginum í dag.
 

Með nýja kerfinu verður hægt að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar án vandkvæða. Ríkissjóður greiðir rúma 106 milljarða til þess að tryggja lífeyrisréttindi starfsmanna við breytinguna.

Starfsfólk LSR og Brúar lífeyrissjóðs hefur undanfarið staðið fyrir kynningum á breytingunum og eru ráðgjafar sjóðanna til svars ef spurningar vakna.