Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

Ávöxtun allra leiða séreignarsparnaðar

„Við birtum þarna meðalávöxtun séreignaleiða allra lífeyrissjóða í 5 og 10 ár. Þær upplýsingar bregða upp raunhæfari mynd en ávöxtun frá ári til árs sem gjarnan er sveiflukenndari. Séreignarsparnaður er byggður upp á löngum tíma, jafnvel mörgum áratugum. Skammtímaávöxtunin ein ætti því ekki ráða vali séreignarleiða.“

Sýnishorn úr töflu raðað eftir innlánum. Með því að klikka á myndina kemstu í töfluna sjálfaStefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða, hefur tekið saman í töflur tölur um nafnávöxtun og upplýsingar um eignasamsetningu í stórum dráttum að baki mismunandi sparnaðarleiðum lífeyrissjóðanna.

„Við gerum ráð fyrir að tölurnar verði uppfærðar tvisvar á ári, annars vegar við milliuppgjör sjóðanna og hins vegar þegar ársreikningar liggja fyrir.

Ávöxtun til fimm ára tekur til áranna 2013 til 2017 en ávöxtun til tíu ára tekur til áranna 2008 til 2017.

Hrunárið 2008 er því tekið með í tíu ára tölunum. Ég gerði ráð fyrir að áhrifa hrunsins gætti þar umtalsvert en ávöxtun tímabilsins í heild var hins vegar góð. Það finnst mér merkilegt að sjá.“

Samanburðartöflurnar eru aðgengilegar á Lífeyrismál.is, undir Lífeyrissjóðir-réttindin þín.

Samanburðartöflur - Nafnávöxtun séreignarsparnaðar 

Með hnöppum neðan við inngangstextann í samanburðartöflunni er hægt að velja samanburðartöflur ávöxtunar fyrir blönduð eignasöfn, innlánasöfn og skuldabréfasöfn.