Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynnti niðurstöður meistararitgerðar á hádegisfræðslufundi

Svandís Rún Ríkarðsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar hjá Brú lífeyrissjóði, kynnti niðurstöður meis…

Í kynningunni fjallaði Svandís um spurninguna hvort hægt sé að beita tæknigreiningu til þess að vinna S&P500 vísitöluna. Svandís sýndi hvernig það gerist mánuð fyrir mánuð og hvers vegna, þ.e. við hvaða aðstæður. Hún greindi frá því að skilin á milli "Modern Portfolio Theory" og gömlu markaðsgreiningarinnar séu ekki eins skörp og áður. Með markaðsgreiningu megi minnka kerfisáhættu í stórum söfnum alþjóðlegra fjárfesta og eftir kenningum nýklassíska skólans megi vinna S&P500  með mómentum-fjárfestingu.

Fyrirsögn ritgerðarinnar er "Að vinna S&P500: Goðsögn eða gamalkunn tæknigreining?". Ritgerðin var skrifuð við Háskólann í Reykjavík.

Glærur frá fundinum

Myndir frá fundinum: