Fjármögnun framfara í þágu þjóðar

Komin er út skýrsla sem fjallar um möguleika á samvinnuverkefnum hins opinbera og lífeyrissjóða við uppbyggingu innviða. 

Skýrslan er afrakstur vinnu nokkurra fulltrúa sem sitja í nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða sem er ein af fastanefndum Landssamtakanna.  

Við gerð skýrslunnar var jafnframt leitað ráðgjafar Dagmar Sigurðardóttur lögmanns hjá Lagastoð.  

Í skýrslunni er m.a. fjallað um ýmsar tegundir innviðaverkefna og möguleika við fjármögnun þeirra í samstarfi hins opinbera og lífeyrissjóða. Því er velt upp hvernig liðka megi fyrir löggjöf sem snýr að samvinnuverkefnum og raktar leiðbeiningar í þeim efnum frá Efnahags- og framfarastofnuninni.