Fræðslufundur FÍT - Útreikningar í skaðabótalögum

Fræðslufundur FÍT - Útreikningar í skaðabótalögum

Ástæða er til að endurskoða mörg atriði í skaðabótalögum og framkvæmd þeirra og verður á fundinum fjallað um þau atriði sem tryggingastærðfræðingar sjá í starfi sínu.

Í mars 2018 var lagt fram á Alþingi frumvarp um að breyta tilteknum atriðum í skaðabótalögum. Talsverðar athugasemdir voru gerðar við frumvarpið, það var ekki afgreitt úr nefnd og hefur ekki verið lagt fram aftur á yfirstandandi þingi.