Hádegisfræðslufundir - ítrekun

Hádegisfræðslufundir - ítrekun

Kynning Tryggingastofnunar

Á Grandhóteli miðvikudaginn 4. apríl kl. 12 - 13

Margrét Jónsdóttir og Sólveig Hjaltadóttir, sérfræðingar hjá Tryggingastofnun, halda fræðsluerindi á Grandhóteli um það ferli sem á sér stað þegar sótt er um örorkulífeyri hjá stofnuninni. Farið verður yfir það helsta sem hafa ber í huga og samskipti stofnunarinnar við lífeyrissjóði. 

Skráning

FRESTAÐ ! Kynning á embætti umboðsmanns skuldara

Kynningu á embætti umboðsmanns skuldara sem vera átti á Grandhóteli þriðjudaginn 10. apríl kl. 12 - 13 er frestað um óákveðinn tíma.

Tveir sérfræðingar frá umboðsmanni skuldara fara meðal annars yfir stöðu mála hjá embættinu, þróun umsóknarfjölda og greiningu á þeim hópi sem til embættisins leitar. Auk þess verður farið yfir þá þjónustu og úrræði sem embættið hefur uppá að bjóða. 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?