Hvað gerir fræðslunefnd?

Hvað gerir fræðslunefnd?

Kynning á störfum fræðslunefndar á fjarfundi, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 12.00.

Formenn fastanefnda LL standa að kynningum á störfum nefndanna í hádegisfræðslu í vetur en nefndirnar gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi samtakanna. Þegar hafa störf áhættunefndar, nefndar um fjárfestingarumhverfi og réttindanefndar verið kynnt og almenn ánægja var með þær kynningar. Næsta fimmtudag verður Hildur Hörn Daðadóttir formaður fræðslunefndar með kynningu á störfum nefndarinnar. 

Fræðsluáætlun fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða

Fræðslunefnd skipuleggur fræðslu fyrir lífeyrissjóði og setur upp fræðsluáætlun fyrir hvert starfsár. Nefndin vinnur náið með fulltrúum samskiptanefndar enda oft skörun á verkefnum. 

Meira um störf fræðslunefndar 15. febrúar kl. 12.00, kynningin tekur um 20 mín. 

Skráning á fræðslufundinn.