Getur þú beðið í 300 ár? Jöfn tækifæri kynja til stjórnunarstarfa

Getur þú beðið í 300 ár? Jöfn tækifæri kynja til stjórnunarstarfa

Málstofa á vegum Háskóla Íslands

-föstudaginn 17. mars kl. 9:00 - 11:00 á Háskólatorgi, HT-H104

Rætt verður um stöðuna sem leiðtogar heimsins settu fram að fullu jafnrétti í stjórnunarstöðum yrði náð árið 2030. Það er alveg ljóst að það markmið mun ekki nást og samkvæmt nýjustu útreikningum UN Women mun það taka 300 ár til viðbótar! 
Aðgangur er ókeypis. 

Ekkert okkar getur beðið svo lengi!

Dagskrá málstofu:

    • Jón Ólafur Halldórsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, formaður samtaka verslunar og þjónustu og stjórnarmaður hjá LL fer með opnunarerindi.
    • Konur eru einungis 5% forstjóra skráðra félaga á heimsvísu - Ásta Dís Óladóttir
    • Svo öflugur að ekki var tilefni til að auglýsa starfið - Þóra H Christiansen
    • Hvers konar forystuhæfni er leitað að við ráðningar forstjóra skráðra félaga? - Sigrún Gunnarsdóttir
    • Vegur kvenna er grýttur - Erla Sólveig Kristjánsdóttir
    • Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs Íslands flytur samantekt í lokin.

 

Nánari upplýsingar um málstofuna