Kynning á réttindakerfi Stapa

Kynning á réttindakerfi Stapa

Stapi lífeyrissjóður kynnir réttindakerfi sitt

Stapi lífeyrissjóður tók upp nýtt réttindakerfi árið 2016 sem byggir á því að lífeyrisréttindi breytast mánaðarlega í samræmi við inngreidd iðgjöld og ávöxtun eigna sjóðsins. Fjallað verður um réttindakerfið og ávinnslu réttinda í því, útreikning á eignavísitölu, vinnulagi við úrskurði og flutning réttinda úr eldra kerfi yfir í hið nýja.

Í kerfinu er mikið lagt upp úr gagnsæi, þ.e. að sjóðfélagar sjái á sjóðfélagayfirlitum kostnað við tryggingavernd og fylgist með þróun réttindasjóðs til eftirlauna. Einn helsti kostur réttindakerfisins hefur reynst sá að einfalt er að útskýra fyrir sjóðfélögum hvernig lífeyrissjóðurinn virkar og hefur það skapað jákvæða umræðu um lífeyrissjóðinn.