Lífeyrisvit - áhugasamir þátttakendur

Af hverju Lífeyrisvit? 

Í könnunum sem LL hefur gert reglulega hefur skýrt komið fram að einstaklingar vilja gjarnan fá fræðslu um lífeyrismál á vinnustaðinn sinn. Lífeyrisvit er m.a. svar við þeirri þörf og gefur okkur tækifæri til þess að fræða sjóðfélaga og skapa umræður um lífeyrismál.  Einnig vitum við að mikilvægt er að fólk átti sig tímanlega á stöðu sinni til að geta brugðist við eftir atvikum. 

Á kynningum verður fulltrúi frá LL og 1-2 aðilar frá þeim lífeyrissjóði sem tengist því fyrirtæki/félagasamtökum sem verið er að kynna hverju sinni.  

Nú þegar hafa nokkrir áhugasamir tilkynnt um þátttöku en æskilegt er að fá fulltrúa frá sem flestum sjóðum. 

LL annast alla umsýslu er viðkemur Lífeyrisviti s.s. móttöku á beiðnum um kynningu, bókun á fundarstað. 

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að fulltrúi LL verður með almenna kynningu um lífeyrissjóðakerfið og síðan kynnir fulltrúi viðkomandi lífeyrissjóðs helstu réttindi o.fl. er varðar þann sjóð. 

Við hlökkum til að innleiða og þróa Lífeyrisvit en verkefnið verður ekki að veruleika án ykkar aðkomu.  

Munið 8. október kl. 14.00 – 15.00 í Guðrúnartúni 1 og senda tilkynningu á solveig@ll.is.