Lífið á efstu hæð - fjármál við starfslok

Lífið á efstu hæð

- Allt sem þú þarft að vita til að stuðla að góðum eftirlaunum

 

Fimmtudaginn 22. nóvember kemur út ný bók, Lífið á efstu hæð, eftir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, þar sem hann beinir sjónum sínum að leiðum fyrir fólk sem vill undirbúa fjármál sín við starfslok. Áður hefur Gunnar m.a. skrifað Lífið er rétt að byrja þar sem farið er í grunnatriði í fjármálum einstaklinga og Lífið er framundan sem fjallar um fjármál þeirra sem eru að hefja starfsævina.

Í tilefni útgáfunnar bjóða Kvika og Framtíðarsýn, útgefandi bókarinnar, til útgáfufundar á Grandhóteli nk. fimmtudag kl. 17 - 18:30.
Fundurinn er öllum opinn. Skráning á: framtidarsyn@framtidarsyn.is.