Hvað gerir nefnd um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða?

Kynning á störfum fastanefnda Landssamtaka lífeyrissjóða 

Á starfsárinu hefur verið ákveðið að bjóða upp á kynningar þar sem farið er yfir verkefni og áherslur fastanefnda sem starfa innan samtakanna. 
Markmiðið er að gefa þeim sem starfa innan lífeyrissjóða tækifæri til þess að fá innsýn í starf fastanefnda sem gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi samtakanna. Byrjað verður á kynningu nefndar um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða þar sem Ólafur Sigurðsson er formaður. 

Meðal verkefna sem eru á borði nefndarinnar er að rýna núverandi fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir s.s. vegna loftslagsáskorana. Jafnframt að fylgja eftir ráðstefnu um innviðafjárfestingar á Íslandi sem haldin var á síðasta ári í samstarfi við innviðaráðuneytið og meta hvað þurfi til að liðka fyrir aðkomu lífeyrissjóða að slíkum fjárfestingum. 

Meira um störf og áherslur nefndarinnar þriðjudaginn 31. október kl. 12.00 - 12.45. 

Kynningin er eingöngu á fjarfundi og verður Teams fundarboð sent út á þá sem hafa skráð sig deginum áður mánudaginn 30. október. 

Skráning á kynninguna