Starfsfólk lífeyrissjóðanna setur sig í stellingar fyrir verkefnið Fjármálavit

Starfsfólk lífeyrissjóðanna setur sig í stellingar fyrir verkefnið Fjármálavit

Samtök fjármálafyrirtækja stofnuðu verkefnið fyrir þremur árum og hafa um 9.000 nemendur í 10. bekkjum grunnskóla landsins notið góðs af.  Hluti starfsfólks lífeyrissjóðanna mun í vetur leggja sitt að mörkum við að fræða elstu nemendur grunnskólanna og ríkir mikil tilhlökkun í herbúðum sjóðanna.

Landssamtök lífeyrissjóða stóðu af þessu tilefni  fyrir kynningarfundi á verkefninu og í framhaldinu var haldið námskeið með núverandi og tilvonandi leiðbeinendum Fjármálavits en innan raða aðildarfélaga SFF eru um 200 leiðbeinendur nú þegar og þegar starfsfólk lífeyrissjóðanna bætist við er þetta orðinn mjög svo fjölmennur og góður hópur. Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk leiðbeinenda Fjármálavits og farið yfir það helsta sem "kennarar" þurfa að vita. Leiðbeinendurnir tilvonandi leystu tvö af fjórum verkefnum Fjármálavits og settu sig þannig í spor krakkanna. Fyrra verkefnið sneri að því hvað krakkarnir kosta. Hvað kosta ég? Og hitt að launaseðlinum og öllu sem honum tilheyrir. Sjá nánar á vef Fjármálavits.

Myndir frá kynningarfundinum sem haldinn var 14. september sl. og frá námskeiðinu sem haldið var 21. september.