Fimmtudaginn 6. desember stóð fræðslunefnd LL fyrir hádegisfræðslufundi á Grandhóteli þar sem Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun. fór yfir það ferli sem á sér stað hjá TR þegar sótt er um örorkulífeyri hjá stofnuninni, allt frá því að umsókn berst. Margrét fór yfir það helsta sem hafa ber í huga og samskipti stofnunarinnar við lífeyrissjóði.
Glærur Margrétar eru aðgengilegar hér
Fundurinn var fjölsóttur eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.