Umræða um rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og stöðu Framtakssjóðs Íslands

Umræða um rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og stöðu Framtakssjóðs Íslands

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, voru gestir Kastljóss miðvikudaginn 30. ágúst. Þar ræddu þau rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna og stöðu Framtakssjóðs Íslands, sem sextán lífeyrissjóðir stofnuðu árið 2009 til að vinna að endurreisn íslensks atvinnulífs.

Ragnar Þór gagnrýndi háan rekstrarkostnað sjóðanna og krafðist þess að Framtakssjóði Íslands yrði slitið og eignunum skilað aftur til sjóðanna. Þórey sagði regluverk sjóðanna vera að þyngjast, þar séu margir sérfræðingar að störfum og að undir séu þúsundir milljarða. Það væri því eðlilegt að talsverður rekstrarkostnaður væri hjá sjóðunum. Þórey sagði Framtakssjóðinn velheppnaða fjárfestingu fyrir lífeyrissjóðina en á þessu ári sé hann búinn að skila 90 milljörðum til baka. Raunávöxtun sjóðsins á þessu tímabili sé 23 prósent. Stefnt er að því að ljúka starfsemi sjóðsins um næstu áramót eða snemma á næsta ári.

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt í Sarpi RÚV