Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME

Vekjum athygli á námskeiði fyrir stjórnarmenn lífeyrissjóða sem fram fer 2. - 4. júní í Guðrúnartúni 1 - skrifstofur ASÍ.
Á námskeiðinu er tekið mið af þeim þáttum sem FME hefur til hliðsjónar í mati sínu á stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum lífeyrissjóða. 
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: 

Miðvikudagur 2. júní

kl. 9:00-12:00
Hlutverk stjórnarmanna og starfsemi lífeyrissjóða.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL.

12:30-16:00
Sjálfstæði, dómgreind og viðhorf.
Kristján Geir Pétursson, lögfræðingur hjá Birtu.

Fimmtudagur 3. júní
kl. 9:00-16:30

Fjárfestingarstefna, áhættumat, hlutverk og helstu verkefni stjórnarmanna í lífeyrissjóðum.
Tómas N. Möller lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Föstudagur 4. júní kl. 9:00-16:00 og laugardagur 5. júní kl. 9:00-12:00
Reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða
Vignir Rafn Gíslason, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC og Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC.

Námskeiðsgjald er: 175.000 kr.