Veit virkilega enginn hvað lífeyrir er?!

Veit virkilega enginn hvað lífeyrir er?!

Veit virkilega enginn hvað lífeyrir er?!

Veit'ða ekki. Hef ekki hugmynd. Nei. Er að borða!

Þannig hljóðuðu algengustu svörin þegar Ingólfur, betur þekktur sem Gói sportrönd, fór af stað með hljóðnemann. Hann hitti ungmenni á förnum vegi og spurði: Veistu hvað lífeyrissjóður er? Hvað er lífeyrir?

Afraksturinn er myndbönd fyrir vefinn okkar til að vísa á og kynna Lífeyrismál.is. Atburðarásin er ýkt og hröð, kallar fram bros og vekur (vonandi!) forvitni og áhuga áhorfenda á öllum aldri að heimsækja Lífeyrismál.is til að fræðast um lífeyrissjóðakerfið og anga þess.

Gói sportrönd var sjálfur ekki sérlega sleipur í viðfangsefninu þegar á reyndi. Honum vafðist tunga um höfuð við að útskýra lífeyrisgangverkið fyrir viðmælendum sínum. Núna stæði hins vegar fátt í honum. Gói lagðist nefnilega í að stúdera Lífeyrismál.is og er eiginlega gáttaður á því hve áhugaverður, upplýsandi, líflegur og skemmtilegur vefurinn er.

Á daginn kom líka að lífeyrissjóðakerfið er bærilega skiljanlegt fyrirbæri þegar að er gáð.

Ef ég skil, geta aðrir skilið líka, segir Gói sportrönd ákveðið. Við meðtökum skilaboðin með þökkum.

Myndböndin með Góa sportrönd

Mikilvægar upplýsingar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði:

Lífið er framundan

Sjá einnig:

Lífeyrissjóðir á 90 sekúndum

Spurt & svarað - Finnir þú ekki það sem þú leitar að þá endilega hafðu samband.